F

Fyrirtækið

Flúrlampar ehf var stofnað árið 1977 en á upprunalega tengsl við hafnfirska fyrirtækið Rafha. Stofnendur Flúrlampa höfðu starfað þar og ákveðinn hluti af framleiðslu Rafha var yfirtekinn þegar Rafha var lagt af. Jóhann Haraldsson tók við rekstrinum 2004.

Framleiðslu -sölu- og þjónustufyritæki

Flúrlampar er framleiðslu- sölu og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði á lömpum, bæði stöðluðum útfærslum og sérsmíði. Fyrirtækið byggir á víðtækri þekkingu og reynslu við þróun og smíði lampa til nota á ólíkum stöðum og við hinar margvíslegustu aðstæður bæði innandyra sem utan. Á síðustu árum hefur fyritækið sótt verulega á markaðinn og starfsemi þess vaxið.

Sérstaða

Sérstaða Flúrlampa byggist að miklu leiti á getu til að sérsmíða lampa fyrir viðskiptavini sína, auk sölu, forritunar og ráðgjafar á DigiDim DALI ljósastýringum. Flúrlampar eru líka með flestar gerðir staðlaðra lampa til sölu, hágæða perur og eitt mesta úrval landsins af varahlutum í lampa.

Megin uppistaða verkefna eru lausnir fyrir stórar byggingar svo sem skóla, íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, verslanir, skrifstofuhúsnæði, gróðurhús, gripahús, skip, banka, hjúkrunarheimili og ýmsar stofnanir og heimili.

Þjónusta-Þekking-Reynsla-Ráðgjöf

Mikið er um sérsmíði og vinnur fyrirtækið náið með hönnuðum, arkitektum, rafverktökum og verkfræðingum við þróun úrlausna fyrir lýsingu. Starfsemin skiptist að mestu upp í fjögur meginsvið, framleiðslu frá upphafi til enda, innflutning á varahlutum í lampa og fullbúnum vörum, heildsölu og smásölu ásamt tæknideild sem sérhæfir sig i forritun og þjónustu á Dali ljósastýringum.