F

Flúrljós - Sólarljós

Flúrljós - Sólarljós

Í aldaraðir hefur fólk gert sér grein fyrir því hversu sólarljósið er mikilvægt fyrir líkamlega og andlega starfsemi mannslíkamans. Það eru ekki bara plöntur sem þurfa sólarljós til að vaxa og þróast. Ljós er kraftur alls lífs. Allir hafa nátturulega þörf fyrir sólarljós og margir sjúkdómar eiga rætur að rekja til skorts á sólarljósi. Jafnvel Grikkir til forna voru meðvitaðr um lækningarmátt ljóssins.

Náttúrlegt dagsljós samanstendur ekki aðeins af sjáanlegum ljósbrigðum heldur einnig útfjólubláum og innrauðum geislaafbrigðum. Þar af eru útfjólubláir geislar mikilvægir fyrir vellíðan okkar. Útfjólublátt ljós í hæfilegu magni er nauðsynlegt þar sem það hefur bæði örvandi og stillandi áhrif á orkusvið fólks, efnaskipti, blóðþrýsting og kirtlastarfsemi. Það stuðlar einnig að heilbriðgðum beinvexti með því að mynda D vítamín.

Skortur á sólarljósi vegna tíðrar inniveru án nátturulegs sólarljóss getur orsakað einkenni eins og höfuðverk, sviða eða þrýsting í augum, óöryggi, þreytu, orkuleysi, veikara ónæmiskerfi og jafnvel óreglu á taugakerfi svo og þunglyndi.

Kostir náttúrulegs dagsljóss eru sérstaklega mikilvægir í uppvexti barna og ungs fólks vegna þeirra áhrifa sem það hefur á beinvöxt. Það er gagnlegt fyrir einbeitingu, námshæfni og afhafnasemi.

Í samanburði við fyrri aldir þá er fólk nú í mun minni snertingu við náttúrulegt sólarljós og mestur hluti lífs okkar fer fram innandyra án nægilegs dagsljóss. Þetta skapar mikinn ljósskort sem bæta þarf upp til þess að tryggja vellíðan fólks og starfsorku.

Lýsing með flúrljósum verður sífellt stærri þáttur í daglegu lífi okkar. Flúrljós eru ódýr og nota minni orku en glóperur eða halogenljós í sama ljósmagni. Notkun óviðeigandi flúrlampa eins og halophosphate perur, þar sem þörf er á vandaðri lýsingu, getur orsakað ýmis óþægileg einkenni í augum og getur haft áhrif á frammistöðu og einbeitni.

NARVA BIO vital er flúrpera með litaendurgjöf sem skapar sem næst náttúrulegu sólarljósi. Í þessum flokki pera er ekki aðeins um að ræða sjáanleg ljósbrigði heldur hafa þær þau nauðsynlegu hlutföll útfjólublárra geisla sem mannslíkaminn þarfnast til þess að líða vel.

NARVA BIO vital perur notast einkum á þeim stöðum þar sem fólk eyðir mestum tíma innadyra hvort sem náttúrulegt dagsljós kemur til að hluta eða alls ekki.

Þessi gerð flúrpera er einnig hentug fyrir og hefur ekki síður góð áhrif á þróun dýra- og plöntulífs. Sem dæmi um notkun má nefna læknastofur, skóla og dagheimili sem og garðskála og útihús fyrir húsdýr. NARVA BIO Vital perur hafa háa hitagjöf og mjög góða litaendurgjöf sem gerir þær að sérstaklega góðum kosti fyrir vinnustaði.